Covid á Vestfjörðum

Í gær var greint frá því að 22 væru í einangrun og 91 í sóttkví á Vestfjörðum. Tölur dagsins í dag eru að 25 séu í einangrun og 87 í sóttkví.

Lögreglan á Vestfjörðum hefur nú orðið við beiðni um að upplýsa hvar á svæðinu þetta er en það er ekki gert eftir einstökum byggðarlögum eins og gert er á Vesturlandi heldur er fjórðungnum skipt upp í 3 svæði eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Í tilkynningu lögreglu segir að ætlunin sé að birta eins oft og þurfa þykir slíkar upplýsingar en miða við þrjú svæði á Vestfjörðum, þ.e.a.s. sunnanverða Vestfirði, norðanverða Vestfirði og síðan Strandasýslu og Reykhólahrepp.

DEILA