Björgunarskipið Gísli Jóns komið með nýja vél

Gísli Jóns í Ísafjarðarhöfn um helgina. Mynd: Björgunarfélag Ísafjarðar.

Björgunarskipið Gísli Jóns á Ísafirði er komið aftur til heimahafnar eftir vélarskipti hjá Stálorku í Hafnarfirði. Bakborðavél skipsins var biluð og þurfti að kipta um hana. Björgunarbátasjóður Vestfjarða á Ísafirði leitað ma. til Redningsselskapet (RS) í Noregi, þaðan sem skipið var keypt 2019, og þar var til nánast ónotuð aðalvél sömu tegundar og er í Gísla sem nýtist RS ekki. Þegar að Norðmenn voru spurðir hvað myndi kosta að kaupa af þeim vélinna koma fljótt til baka svar, þið fáið vélina, aðra blokk og ýmsa varahluti gefins. 

Var þessi veglega gjöf þegin með þökkum og Björgunarbátasjóðurinn glímdi því við mun viðráðanlegra verkefni að fjármagna viðgerðirnar.

Gísli Jóns fór til Hafnarfjarðar til Stálorku sem sá um vélarskiptin og nú er verkefninu lokið og skipið komið heim tilbúið til þjónustu.

Hér að neðan er tengill á myndband sem Stálorka birti á facebook síðu sinni af viðgerðinni.

Myndband Stálorku

DEILA