Vísindaportið: Mikilvægi Grænlands og norðurheimskautsins fyrir framtíðarauðlindir og áhrif þeirra

Gestur í Vísindaporti vikunnar er Jóhanna Gísladóttir, sem kennir um þessar mundir námskeið í stefnumótun hins opinbera (Public Policy) við námsleiðina Sjávarbyggðafræði. Í erindi sínu mun Jóhanna fjalla um námuvinnslu á Grænlandi, sem hefur neikvæð áhrif á umhverfið um leið og þessi vinnsla er tækifæri til atvinnuuppbyggingar.

Erindið fer fram á ensku og hefst kl. 12:10.

Vegna hamfarahlýnunar er norðurheimskautið að hlýna og gerist sú þróun hraðar en annars staðar í heiminum. Bráðnun íshellunnar á norðurslóðum þýðir meira aðgengi að auðlindum. Grænland er talið hafa síðasta ónýtta forða sjaldgæfra jarðefna, en þau steinefni eru til dæmis notuð í rafhlöður fyrir rafbíla. Það gerir auðlindirnar mikilvægar fyrir græna tækni þar sem heimurinn reynir að draga úr losun kolefnis í andrúmsloftið. Námuvinnsla á Grænlandi gæti þýtt aukin atvinnutækifæri, aukin hagvöxt og aukið fjárhagslegt sjálfstæði frá Danmörku. En eins og fram kom í nýafstöðnum kosningum í landinu 2021 er námuvinnsla umdeild, ekki síst vegna þeirra áhrifa sem hún hefur á umhverfið.

Erindinu verður streymt á netinu og hefst útsending kl. 12:10. 

Jóhanna Gísladóttir kemur frá Akranesi og er doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og landfræðideild Stokkhólmsháskóla. Hún sinnir einnig stundakennslu við Háskóla Íslands, ásamt því að vera í stjórn ERASME Jean Monnet Centre of Excellence on Sustainability.

Vísindaportið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs og hefst kl. 12:10 og eru allir kærlega velkomnir.  Erindið verður að þessu sinni haldið á ensku.  

Með vísan í gildandi sóttvarnarreglur mælumst við til þess að gestir mæti með andlitsgrímu þar sem ekki er hægt að tryggja metra nálægðarmörk. 

DEILA