Vesturbyggð fær viður­kenn­ingu Jafn­væg­is­vogar FKA árið 2021

Bæjarskrifstofur Vesturbyggðar

Jafnvægisvogin er samstarfsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu, forsætisráðuneytisins, Sjóvá, Deloitte, Pipar/TBWA og Morgunblaðsins.

Verkefninu var komið á fót á árinu 2017 og hefur náð að festa sig í sessi sem mikilvægur þáttur í því að vekja fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög til umhugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis með auknum jöfnuði kynja í stjórnunarstöðum.

Eliza Reid forsetafrú flutti ávarp og veitti viðurkenningar Jafnvægisvogarinnar 2021 á ráðstefnu sem haldin var í gær..

Friðbjörg Matthíasdóttir tók við viðurkenningunni fyrir hönd Vesturbyggðar.

DEILA