Vegagerðin: færsla á veginum frá Hvilft að Sólbakka til bóta

Vegagerðin segir í svari við fyrirspurn Bæjarins besta að færsla á þjóðveginum frá Hvilft að Sólbakka niður í fjöruborð og út á marbakkann yrði yrði það klárlega til bóta.

Valdimar Jónsson á Flateyri hefur hreyft þeirri hugmynd og var hún kynnt í Bæjarins besta um miðjan síðasta mánuð sbr. https://www.bb.is/2021/09/flateyrarvegur-hugmyndir-um-breyttan-veg-til-ad-auka-oryggi/

Telur Valdimar að með þessu færist vegurinn úr farvegi snjóflóða. Lónið sem nú er yrði fyllt og gerður varnargarður. Yrði tenging á eyrinni  utar en núverandi tenging.  „Þarna þyrfti að skoða samhliða hönnun snjóflóðavarnargarðs og með hvaða hætti væri hægt að skapa sem öruggast umhverfi fyrir bæði veg og hafnarsvæði“ segir í svari Vegagerðarinnar.

Þá lagði Valdimar einnig til að færa veginn innan á Hvilftarstöndinni frá Selabóli að Breiðadal niður í fjöru og gera varnargarð á núverandi vegi. Um þá hugmynd segir í svari Vegagerðarinnar:

„Tillaga Valdimars að færa veginn niður í fjöru undir Selabólsurð kom til umræðu en var ekki skoðuð formlega. Það er það umfangsmikil aðgerð og þrátt fyrir að þessi aðgerð myndi gera veginn öruggari, þil yrðu þá sett myndi það ekki tryggja öryggi á veginum og því talið skynsamlegra að færa veginn með nýrri brú yfir ósinn ef það ætti að leggjast í slíkar fjárfestingar á annað borð.“

DEILA