Tindaskata

Tindaskötur geta orðið 100 cm eða lengri en verður þó sjaldan lengri en 70 cm.

Heimkynni tindaskötu eru beggja vegna Norður-Atlantshafs. Hér er tindaskata algeng allt umhverfis landið bæði grunnt og djúpt og er hún lang algengasta skötutegundin á Íslandsmiðum.

Tindaskata er botnfiskur sem lifir á 20-1000 m dýpi og jafnvel dýpra.

Fæða er fiskar m.a. þorskfiskar, marsíli, loðna o.fl. og ýmiskonar botndýr eins og krabbadýr (rækja, marflær, ljósáta) og burstaormar.

Ekki er vitað mikið um got tindaskötu hér við land en talið er að hún gjóti allt árið um kring með hámarki á sumrin. Eggjahylkin eru 3,4-8,9 cm löng (án þráða) og 2,5-6,8 cm breið og með löngum þráðum. Hafa þau fundist víða í kringum landið.

Samheiti á íslensku:gaddaskata, lóskata, lótaska, tindabikkja

Tindaskata
Tindaskata
Tindaskata
Tindaskata

Myndir og texti af vefsíðu Hafogvatn.is

DEILA