Úrvalsdeildirnar í körfuknattleik munu bera nafnið #Subwaydeildin og hefja karlarnir leik á Ísafirði fimmtudaginn með heimaleik Vestra gegn deildarmeisturum Keflavíkur.
Þótt ekki sé flogið er öruggt að leikurinn fer fram því bæði dómarar og Keflvíkingar eru lagðir af stað akandi.
Leikurinn hefst kl 19:15 í íþróttahúsinu á Torfnesi.
Grillið verður orðið heitt með ljúffengum Vestraborgurum kl. 18:30.
Árskort sem gilda á alla heimaleiki í úrvalsdeild karla og 1. deild kvenna verða til sölu á leiknum.