Stand up Þingeyri

Þórey Sigþórsdóttir leikkona lét gamla draum rætast í kófinu og skellti sér á stand-up námskeið hjá gamla bekkjarbróður sínum Steina Guðmunds fóstbróður.

Nú er hún komin vestur á Þingeyri og ætlar að bjóða þér að prufukeyra nýtt efni með sér í Kómedíuleikhúsinu á morgun fimmtudag kl. 21:00.

Þórey er púki frá Patró það er spurning hvort húmorinn á Suðurfjörðunum er sá sami og hér fyrir norðan?

Við hlökkum til að sjá þig. Leikhúsbarinn verður opinn og maður er manns gaman segir í tilkynningu frá Kómedíuleikhúsinu.

Kómedíuleikhúsið – Atvinnuleikhús Vestfjarða. Staðsett í miðju Vestfjarða í Haukadal Dýrafirði

DEILA