Nú er vetur komin af stað og við farin að huga að æfingum fyrir skíðagöngukrakkana okkar viljum við sjá sem flesta iðkendur í vetur bæði nýja iðkendur (prófa sportið) og þá sem hafa stundað skíðagöngu síðustu ár, mikill metnaður er í starfinu og hafa eldri hópar þegar hafið æfingar.
SFÍ hefur samið við nýjan þjálfara, Lilli Marie frá Noregi. Hún hefur þjálfað og kennt síðustu ár í skíða menntaskólanum Meråker skammt frá Þrándheimi, en þess má geta til gamans að flestar stærstu stjörnur Norðmanna hafa stundað nám við skólan t.d Petter Northug, Martin Johnsrud Sundby, Tor Arne Hetland og Frode Estil.
Lilli Marie var í þjálfarateymi skíðaliðs Kína fyrir Ólympíuleikana í Peking.
Áður hefur hún starfað sem knattspyrnuframmistöðuþjálfari og verkefnastjóri hjá Norwegian Sport Tech.
Lilli Marie er með mastersgráðu í Sports and Human movement science frá the Norwegian University of Science and technology. Hún hefur stundað íþróttir allt sitt líf og lagt stund á skíðagöngu, fótbolta, langhlaup ásamt utanvegahlaupum.
SFÍ segist í fréttatilkyningu hlakka til komandi vetrar og vonast til þess að sjá sem flesta á Seljalandsdal í vetur, bæði börn og fullorðna. Á Seljalandsdal er skíðaleigja fyrir þá sem vilja prófa að stíga sín fyrstu skref í skíðagöngu.