Um liðna helgi fór fram námstefna Skólastjórafélags Íslands sem að þessu sinni var haldin á Akureyri. Námstefnuna sækja skólastjórnendur frá öllu landinu og að þessu sinni mættu ríflega 300 stjórnendur. Svo skemmtilega vildi til að átta Bolvíkingar mættu til leiks en þau gegna hlutverki skólastjóra,aðstoðarskólastjóra eða deildarstjóra í sínum skóla.
Verður þetta að teljast óvenjuhátt hlutfall af íbúum. Til samanburðar jafngildir þetta hlutfall því að nærri 1100 skólastjórar væru frá Reykjavík.