Lögreglustjórinn á Vesturlandi vill sekta yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis

Hótel Borgarnes þar sem talning atkvæða fór fram

Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. 

Formaður yfirkjörstjórnar mun hafa fengið hæstu sektargerðina er hljóðar upp á 250 þúsund krónur en hinir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar fengu sektargerð upp á 150 þúsund krónur.

Sektargerðin mun tilkomin vegna brota á ákvæði kosningalaga um frágang kjörgagna. 

Heim­ild­ir mbl.is herma að stjórn­ar­menn í yfir­kjör­stjórn séu ekki tald­ir lík­leg­ir til þess að greiða sekt­ir, sem lög­regl­an á Vest­ur­landi hef­ur boðið þeim að greiða.

Að því gefnu færi málið til ákæru­sviðs og mögu­lega til meðferðar dóm­stóla. 

DEILA