Karfan: Vestri vann Þór í gærkvöldi

Stigataflan í leikslok. Mynd: Ingólfur Þorleifsson.

Karlalið Vestra í Subway deildinni í körfuknattleik, sem er efsta deildin, vann góðan sigur á Þór frá Akureyri 88:77. Var þetta fyrsti sigur Vestra í deildinni. Áður lék KFÍ í efstu deild fram til 2014.

Bestur hjá Vestra var Ken-Jah Bosley með 28 stig og 4 stoðsendingar en næstir voru Julio De Assis með 19 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar og Hilmir Hallgrímsson með 15 stig og 9 fráköst.

Vestri: Ken-Jah Bosley 28, Julio Calver De Assis Afonso 19/10 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmir Hallgrímsson 15/9 fráköst, Marko Jurica 14/6 fráköst, Nemanja Knezevic 7/14 fráköst, Hugi Hallgrimsson 3, Rubiera Rapaso Alejandro 2/7 stoðsendingar, Arnaldur Grímsson 0, Blessed Parilla 0, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 0, Friðrik Heiðar Vignisson 0, James Parilla 0.

Næsti leikur Vestra verður gegn Val þann 28. okt.

DEILA