Haustrall 2021 er hafið

Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir

Haustr­all Hafrannsóknarstofnunar er hafið og stend­ur yfir næstu fjór­ar vik­ur. Alls taka þrjú skip þátt og eru fimm rann­sókna­menn á hverju skipi auk áhafn­ar. Um er að ræða tog­ar­ana Breka og Múlaberg auk rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar.

Togað verður á rúmlega 370 stöðvum umhverfis landið og er þetta í 25. skipti sem farið er í stofnmælingu botnfiska að haustlagi.

Verkefnið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti árlega síðan 1996. Svæðinu er skipt í grunn- og djúpslóð og er togað niður á allt að 1300 m dýpi.

Helsta markmið er að fylgjast með breytingum á stofnstærð, aldri, fæðu, ástandi og útbreiðslu botnfisktegunda við landið.

Fylgjast má með ferðum skipanna á https://skip.hafro.is/ og þar sjást einnig togstöðvar í haustralli

DEILA