Í kvöld, laugardag, klukkan 19:00, munu Hörður og Haukar U eigast við á Torfnesi í Grill66 deild karla í handknattleik.
Hörður hefur farið vel af stað í deildinni og er með fullt hús stiga,þrjá sigra eftir þrjá leiki, en í síðustu umferð gerðu Harðarmenn góða ferð suður og unnu Val U á Hlíðarenda. Haukar hafa tvo sigra úr þremur leikjum og verður um hörku leik að ræða.
Leikmenn og þjálfarar Harðar biðla til fólks að gera sér góða kvöldstund og mæta á pallana, láta aðeins í sér heyra og aðstoða strákana við að halda fullu húsi.
Við heyrðum í Carlosi, þjálfara Harðar og spurðum hann út í leikinn.
„Haukar eru með gott lið og þetta verður hörku leikur. Við erum tilbúnir í þetta og ætla strákarnir að skilja allt eftir á vellinum. Stuðningur úr stúkunni skiptir miklu máli og væri gaman að sjá enn fleiri en á síðasta heimaleik, þar sem var frábær stemning í húsinu.“