Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti

Íssafjörður. Mynd: Fjórðungssamband Vestfirðinga.

Næstkomandi föstudag og laugardag verður haldið Fjórðungsþing Vestfirðinga í Frímúrarasalnum á Ísafirði. Á þinginu kemur sveitarstjórnarfólk saman og ræðir um sameiginleg málefni Vestfirðinga.

Á föstudeginum verða vinnustofur og málefnin sem þar verða rædd eru „Vestfjarðastofa til framtíðar”, „Vestfirðir til framtíðar” og „Samstarf fyrir íbúana”. Ályktanir um hagsmunamál Vestfirðinga verða kynntar, ræddar og að lokum lagðar fram til samþykktar fyrir þingið sem er grunnurinn að stefnumótun fyrir fjórðunginn og vinnuna framundan til eflingar vestfirskra samfélaga. 

Þingfulltrúum verður boðið á kynningu í Vestrahúsinu á þeim stofnunum og fyrirtækjum sem í húsinu starfa.

Góðir gestir munu koma og flytja erindi á þinginu og má þar nefna Val Rafn Halldórsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Björn Ingimarsson sveitastjóri Múlaþings sem ræðir um sameiningar sveitafélaga, Fjólu Maríu Ágústsdóttur sem ræðir um samstarf sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu, Önnu Guðmundu Ingvarsdóttur frá HMS og fjallar um húsnæðissjálfseignarstofnun landsbyggðanna og að lokum mun Sævar Kristinsson frá KPMG kynna skýrslu um „Samfélagsleg áhrif jarðgangna á Vestfjörðum”.

Málstofa dagsins hefur yfirskriftina „velferð íbúa” en það er spennandi áskorun að tryggja velferð allra íbúa á dreyfbýlasta svæði landsins og mun innviðauppbygging gegna þar stóru hlutverki. Það verður því í nógu að snúast á Fjórðungsþingi Vestfirðinga.

DAGSKRÁ

Föstudagurinn 22. október

10:30    Setning þings 

 Kosning þingforseta, ritara og tilnefning fundarstjóra í vinnustofum.   

10:40     Ávarp formanns Fjórðungssambands- Jóhanna Ösp Einarsdóttir  

10:50     Ávörp gesta  
               Valur Rafn Halldórsson – Samband Íslenskra sveitarfélaga – Ávarp frá Sambandi  
               íslenskra sveitarfélaga                              
11:25    Ályktanir um helstu hagsmunamál Vestfirðinga og stefnumótun sveitarfélaganna í

 einstaka málum.
11.50    Hádegishlé 

12.00    Hádegismatur og kynning á starfsemi í Vestrahús. 

14.00    Málstofa Velferð íbúa 

 Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings

 Sameining sveitarfélaganna fjögurra í Múlaþing – Aðdragandi, markmið og raun

Fjóla María Ágústsdóttir –  Leiðtogi stafræns umbreytingarteymis hjá Sambandi íslenskra    sveitarfélaga–  Hvernig nýtist samstarf   sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu velferð íbúa

Anna Guðmunda Ingvarsdóttir,Aðstoðarforstjóri HMS – Húsnæðissjálfseignarstofnun landsbyggðanna


Sævar Kristinsson,Verkefnisstjóri KPMG –  Samfélagsleg áhrif jarðgangna á  Vestfjörðum

15.10    Kaffihlé  

15.30    Vinnustofur  

 Tillögur til Vestfjarðastofu – Vestfjarðastofa til framtíðar 

 Tillögur til stjórnvalda – Vestfirðir til framtíðar 

 Tillögur til sveitarfélaganna – Samstarf fyrir íbúana  

16.30      Kynning á afurð vinnustofa  

17.00      Þinghlé 

19.30     Kvöldverður á Hótel Ísafirði 

Laugardagur 23. október

9:00      Þing sett að nýju 
               Nefndarstörf  – Umræður og afgreiðsla ályktana
10:00     Skýrsla samgöngu- og fjarskiptanefndar
10:15     Skýrsla um framkvæmd og stöðu Sóknaráætlunar Vestfjarða
10.30     Hlé.  

10.40   Fjárhags- og starfsáætlun 2022  
              Laun og þóknun til stjórna og nefnda  
              Ákvörðun um árstillag sveitarfélaganna á næsta starfsári  
              Fjárhags- og starfsáætlun Fjórðungssambands Vestfirðinga
 
11.45    Hádegishlé 
12.30    Tillaga um breytingu á samþykktum  og þingsköpum 
13.30     Önnur mál 
14.00     Þingslit 

DEILA