Dýrafjarðargöng kosta 11,7 milljarða króna- undir kostnaðaráætlun

Unnið er að þvi innan Vegagerðarinnar að taka saman heildarkostnað við Dýrafjarðargöngin. Lokauppgjör er ekki tilbúið en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er heildarkostnaður áætlaður 11,7 ma.kr. „Það verða eigi að síður ekki miklar breytingar“ segir í svarinu.

Mest af kostnaði er verðbætt samkvæmt útboði þannig að það nálgast allavega uppfært verðlag, en annað er á verðlagi hvers árs.

Kostnaðaráætlun fyrir allt verkið,(sem dagsett er 26.1.2017, hljóðaði upp á 12.357 m.kr. Þannig að miðað við það er kostnaður undir áætlun.

Verkið var boðið út 2017 og voru tilboð opnuð í janúar. Verktakakostnaður var áætlaður 9,3 milljarðar króna og lægsta tilboð var 7% undir því eða 8,7 milljarðar króna.

Í kostnaði verktaka var innifalið eftirfarandi: 8,0 m breið, 5,3  km löng jarðgöng í bergi, styrkingu ganga, lagnir og vegyfirborð, raf- og stjórnbúnað þeirra, um 300 m langa steinsteypta vegskála  og um 9,0 km langa vegi utan ganga. Auk þess að leggja háspennulagnir 33 KV og 66 KV fyrir Orkubú Vestfjarða og Landsnet.

Uppfært kl 10:24.

DEILA