Dynjandisheiði: sótt um framkvæmdaleyfi fyrir 12,4 km kafla

Vegagerðin hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir 2. áfanga Vestfjarðarvegar um Dynjandisheiði, frá Norðdalsá að Þverá við Rjúpnabeygju. Um er að ræða 12,4 km langan vegarkafla uppi á heiðinni. Þar af eru rúmir 10 km innan Vesturbyggðar og 2,2 km í Ísafjarðarbæ. Sótt er um framkvæmdaleyfið til beggja sveitarfélaganna.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir þann hluta sen snýr að sveitarfélaginu.

Fram kemur í umsókn Vegagerðarinnar að gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist í desember 2021 og að framkvæmdin taki 2 ár.

Í samþykktri samgönguáætlun Alþingis fyrir árin 2020-2024 eru 5.800 m.kr. ætlaðar til uppbyggingar Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði á því tímabili.

Alls er gert ráð fyrir 750 þúsund rúmmetrum af jarðefnum í verkið , þar af eru 140 þúsund rúmmetrar innan marka Ísafjarðarbæjar.

Kort af veglínunni. Nýi kaflinn hefst við 10.900 og endar við 23.300.

DEILA