Bændur geta eignast listaverk

Sölusíða á listaverkum Bændasamtakanna er nú komin í loftið hjá Gallerí Fold og verður opin fyrir félagsmenn inni á Bændatorginu frá hádegi föstudaginn 8. október til hádegis laugardaginn 9. október.

Félagsmenn Bændasamtakanna geta nýtt sér forkaupsrétt að verkunum. Í boði eru ýmis verk úr safni Bændasamtakanna og má þar meðal annars finna verk eftir Eggert Pétursson, Kristínu Þorkelsdóttur , Valtý Pétursson, Eddu Jónsdóttur og Ragnheiði Jónsdóttur svo einhverjir séu nefndir.

Síðar í þessum mánuði verður einnig haldið uppboð á öðrum listaverkum í eigu Bændasamtakanna og mun uppboðið standa í 10 daga og ljúka miðvikudaginn 20. október. Uppboðið verður nánar auglýst síðar á Bændatorginu.

Þá munu þrjú verk fara á stórt uppboð, svokallað perluuppboð, sem hefst næstkomandi laugardag hjá Gallerí Fold og lýkur mánudaginn 18. október.

Inni á Bændatorginu geta félagsmenn nú farið inn á sölusíðuna í gegnum sérstaka slóð, skoðað myndir af þeim verkum sem eru til sölu og haft samband við uppboðshaldara sé áhugi fyrir kaupum.