Arctic Fish: leyfi auglýst fyrir 4000 tonna eldi í Arnarfirði

Matvælastofnun og Umhverfistofnun hafa auglýst tillögu að nýjum leyfum til laxeldis fyrir Arctic Sea Farm sem er 100% í eigu Arctic Fish ehf. Um er að ræða leyfi 4.000 tonna hámarks lífmassa (MAB) í Arnarfirði. Þetta er nýtt leyfi í Arnarfirði og á stað sem Arctic Sea Farm hefur ekki starfað á áður.

Um er að ræða sjókvíeldissvæði í Trostansfirði, Lækjarbót og Hvestudal.

Leyfið er til 16 ára.

Burðarþolsmat Hafrannsóknastofnunar og áhættumat stofnunarinnar gerir ráð fyrir 20.000 tonnum af frjóum laxi í Arnarfirði.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 8. nóvember 2021.

Þegar leyfið hefur verið gefið út mun Arctic Fish ráða yfir leyfum fyrir 27.100 tonna lífmassa. Þar af eru laxaleyfi fyrir 21.800 tonnum og silungsleyfi fyrir 5.300 tonnum , sem unnið er að því að breyta í leyfi til laxeldis.

DEILA