Vísindakaffi í Bolungarvík

Stóriðja í Jökulfjörðum. Hvalveiðistöðvar Norðmanna og þróun sjávarútvegs fram á miðja 20. öld.

Dr. Ragnar Edvardsson, sérfræðingur við Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum fjallar um rannsóknir sínar á hvalveiðistöðvum Norðmanna á Vestfjörðum.

Stöðvarnar lögðu grunninn að íslenskum sjávarútvegi og eftir að Norðmenn voru horfnir á braut, nýttu Íslendingar sér reynslu þeirra og hófu útgerð frá sömu stöðum.

Þessi útgerð hafði mikil áhrif á byggðaþróun, með nýjum atvinnutækifærum og peningastreymi. Að sama skapi hafði það neikvæð áhrif á byggðaþróun þegar útgerð var hætt og í sumum tilfellum varð svo mikil fólksfækkun að stór svæði lögðust í eyði.

DEILA