Vestri sló Val út í bikarkeppninni

Þau óvæntu úrslit urði á Ísafirði undir kvöldið að Vestri sigraði úrvalsdeildarlið Vals í átta liða úrslitum bikarkeppni KSÍ.

Valsmenn komust yfir með marki á 34. mínútu en Meneses Chechu jafnaði skömmu fyrir leikhlé. Á 62. mínúti skorðai
Martin Montipò fyrir Vestra og heimamenn komnir með 2:1 forystu.

Leikurinn var mjög líflegur allt til leiksloka og fengu bæði lið góð færi en ekki voru gerð fleiri mörk

Eru þetta ein óvæntustu úrslit í knattspyrnunni síðustu árin og rós í hnappagatið fyrir Vestra.