Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps samþykkti á fundi sínum í gær að ganga til samninga við Slökkvilið Ísafjarðarbæjar um sameiningu slökkviliðanna með þeim formerkjum þó að í Súðavík verði staðbundinn viðbragðshópur og búnaður.
Í mars á síðasta ári var gengið frá samstarfssamningi milli slökkviliðanna sem kvað á um samstarf liðanna við tilgreindar aðstæður. Nú er stigið stærra skref og stefnt að fullri sameiningu.