Slökkviliði Ísafjarðarbæjar fær slökkvibíl sérútbúinn fyrir jarðgöng

Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri, við nýja bílinn.

Í gær miðvikudaginn 1. september fékk Slökkvilið Ísafjarðarbæjar formlega afhentan nýjan bíl af gerðinni Iveco 4×4 Fast Response.

Bíllinn er sérútbúinn til að geta athafnað sig í jarðgöngum og er með svo kölluðu One-Seven froðukerfi sem er nýjasta gerðin á markaðnum.

Einnig eru einnig innbyggðir loftbankar fyrir alla í bílnum og rafhlöðudrifinn björgunarbúnaður til að opna bílflök.

Í bílnum er pláss fyrir fimm slökkviliðsmenn og verður farið á honum í öll útköll sem berast slökkviliðinu, hvort sem þau eru vegna elds, reyks eða umferðarslyss.

DEILA