Sérgreinadýralæknir fisksjúkdóma á að vera á Selfossi

Matvælastofnun hefur auglýst stöðu sérgreinadýralæknis í fisksjúkdómum lausa til umsóknar. 

Um er að ræða fullt starf með starfsstöð í höfuðstöðvum stofnunarinnar á Selfossi. 

Í starfinu felst m.a.  sjúkdómaeftirlit í fiskeldi ásamt stjórnsýslu varðandi inn- og útflutning dýra og dýraafurða.

Meðal verkefna eru reglulegar sýnatökur í fiskeldi vegna vöktunar sjúkdóma og almennt eftirlit.

Úrvinnsla umsókna um inn- og útflutning dýra og dýraafurða, útgáfa heilbrigðisvottorða og ýmis verkefni tengd eftirliti við inn- og útflutning.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

DEILA