Reglugerð um safnskip í menningarlegum tilgangi

Ný reglugerð um safnskip hefur tekið gildi.

Með reglugerðinni eru settar sérreglur um skip, sem eru 50 ára og eldri og rekin í menningarlegum tilgangi.

Reglugerðin var sett með vísan í skipalög (nr. 66/2001) sem heimilar ráðherra að undanþiggja safnskip frá tilteknum kröfum laga og reglna með vísan til menningarlegs gildis þess.

Í reglugerðinni er heimilað að safnskip sé búið líkt og lög mæltu þegar skipið var smíðað og tekið til rekstrar með vissum takmörkunum, s.s. varðandi björgunarbúnað, sem uppfylla þarf nútímakröfur.

Reglugerðin var undirbúin í samvinnu við Samgöngustofu sem mun halda utan um skráningu safnskipa.

DEILA