Patreksfirðingum boðið í lófalestur

Veitingastaðurinn FLAK á Patreksfirði býður í samstarfi við verkefnið Hendur Íslands upp á ókeypis handa- og lófalestur, laugardaginn 25. september, frá kl. 10:00 – 16:00.

Hver lestur tekur um hálftíma og því biðjum við fólk að panta sér tíma með því að senda okkur skilaboð á facebook síðu Hands of Iceland:

Verkefnið verður svo starfrækt á mismunandi stöðum á sunnanverðum Vestfjörðum dagana 24. – 30. september og því hægt að fá lófalestur og handagreiningu á því tímabili.

Markmiðið með verkefninu er að rannsaka hendur Íslendinga og greina séreinkenni þeirra með ljósmyndum og skrásetningu. Þátttakendur í rannsókninni hljóta ókeypis lestur hjá Jönu Napoli, bandarískrar myndlistarkonu frá New Orleans, en hún hefur lesið í lófa í yfir um 60 ár.

Verkefnið “Hands of Iceland” er unnið í samvinnu við ríkisrekna vísindastofu í Buffalo, New York fylki í Ameríku sem leggur til liðs með þeim hætti að renna öllum ljósmyndunum af lófunum í gegnum tölvukerfi. Gervigreind greinir svo myndirnar og leitar að munstrum eða tengingum í þeim. Þetta er mjög áhugaverð notkun á tækni og hefur aldrei verið gert áður fyrr.

Útgangspunkturinn er skrásetning af óragrúa af íslenskum höndum (í nafnleynd) og að lokum útgáfa bókar og verður framlag verkefnisins gefið til Þjóðskjalasafnsins. Jana leitar að hinum goðsagnakennda Norræna lófa og sjálfu forminu á hönd forfeðra og formæðra okkar Íslendinga. Lifir sú hönd enn þann dag í dag? Erfðum við hendur okkar aftur í aldir?

DEILA