Nýr kirkjuvörður við Ísafjarðarkirkju

Matthildur Ásta Hauksdóttir hefur verið ráðin sem kirkjuvörður við Ísafjarðarkirkju! Kirkjuvörður aðstoðar við almennt safnaðarstarf og hefur umsjón með Ísafjarðarkirkju og kirkjugörðunum í Hnífsdal, á Eyrinni og í Engidal.

Matthildur er menntaður garðyrkjufræðingur auk þess að vera með diplómu í fagurlistum frá Myndlistarskólanum á Akureyri.

Matthildur hefur undanfarin sex ár starfað sem garðyrkjufulltrúi Ísafjarðarbæjar. Þar hafði hún umsjón með grænum svæðum bæjarins og almenningasgörðum auk þess að hafa séð um jólaskreytingar í öllum bæjarhlutum.

Þar áður var hún forstöðumaður Lystigarðsins á Akureyri um nokkurt skeið. Matthildur hefur einnig reynslu af umsjón kirkjugarða en um tíma sá hún um kirkjugarða í Eyjafjarðarsveit.

DEILA