Lengjudeildin: Vestri gerði jafntefli í Mosfellsbænum

Frá leik Vestra gegn Þór á Olísvellinum fyrr í sumar. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Karlalið Vestra í knattspyrnu lék í gærkvöldi við Aftureldingu í Mosfellsbænum. Leikurinn var góð skemmtun fyrir áhorfendur og bar þess merki að liðin eru örugg með áframhaldandi veru í deildinni en toppbaráttan frekar utan seilingar.

Pétur Bjarnason tók forystuna fyrir Vestra með marki í fyrra hálfleik og jafnaði svo leikinn í 2:2 skömmu fyrir leikslok.

Í síðustu viku fékk Vestri lið Víkings frá Ólafsvík í heimsókn og hafði sigur 3:2.

Pétur Bjarnason gerði tvö mörk og Guðmundur Arnar Svavarsson kom Vestra í 3:0 en tvö mörk frá Ólafsvíkingunum minnkaði muninn í eitt mark.

Vestri er í 6. sæti deildarinnar eftir 18 leiki af 22 með 29 stig. Vestri er 9 stigum á eftir ÍBV, sem situr í öðru sæti og orðið langsótt að ná 2. sætinu, en það gefur sæti í úrvalsdeild að ári.

DEILA