Lax-inn fræðslumiðstöð í Reykjavík opnuð á föstudaginn

Lax-inn fræðslumiðstöð um laxeldi við Ísland var opnuð á föstudaginn að Mýrargötu 26 í Reykjavík, sem er við gömlu höfnina.

Aðalhvatamaðurinn að fræðslumiðstöðinni er Sigurður Pétursson, einn stofnenda Arctic Fish og til skamms tíma starfsmaður þess. Hann rifjar upp heimsókn Atvinnuveganefndar Alþingis vestur til þess fiskeldið og að einn þingmannanna Inga Sæland hafi gert athugasemd við það ekki væri um að ræða almenninga kynningu fyrir almenning á þessar nýju atvinnugrein. Fræðslumiðstöðin er einmitt til þess að mæta þessari þörf. Sigurður sagði í samtali við Bæjarins besta að þegar væru komnar beiðnir um kynningu frá embættismönnum og stofnunum á höfuðborgarsvæðinu sem þyrftu starfs síns vegna að fjalla um málefni fiskeldisins.

Á heimasíðunni www.lax-inn.is er að finna upplýsingar um íslenskt laxfiskaeldi, hvaða fyrirtæki tengjast þessari mest vaxandi atvinnugrein landsmanna , helstu spurningum svarað og vísað í ítarefni.

Hægt er m.a. að fylgjast með löxum í eldiskví í beinni útsendingu. Nú þegar er tengt í kví á Austfjörðum og næstu daga verður komin tenging við kví á Vestfjörðum.

Fullt var út úr dyrum í húsakynnum Lax-inn og gestum boðið upp á veitingar frá Fisherman.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson

Hannibal Hafberg
dr Þorleifur Ágústsson
dr Þorleifur Eiríksson
Gestir af Vesturlandi.