KOSNINGAÞÁTTTAKA KARLA OG KVENNA Í ALÞINGISKOSNINGUM

Konur fengu réttinn til þess að kjósa til allþingiskosninga árið 1915. Fyrst í stað gátu þó einungis þær konur sem voru 40 ára og eldri kosið.

Kosningaréttur var almennt færður niður í 25 ár árið 1920 og voru konur þá komnar með jafnan kosningarétt á við karla.

Kosningaréttur var færður niður í 21 árs aldur 1934. Næst var hann lækkaður í 20 ár 1968 og að lokum í 18 ár 1984.

Eins og myndin sýnir var kosingaþátttaka kvenna lengst af minni en karla fram eftir síðustu öld en hefur verið mjög jöfn undanfarin 30 ár.

DEILA