Ísafjörður: Nytjagámur opnar í Funa

Opnaður hefur verið nytjagámur í móttökustöð Terra við Funa í Engidal. Þangað er hægt að skila allskyns hlutum, s.s. húsgögnum, húsbúnaði, skrautmunum og fleiru sem eru í nothæfu ástandi og geta eignast framhaldslíf hjá nýjum eigendum.

Öllum er frjálst að taka hluti úr gámnum sér að kostnaðarlausu. Áður en eitthvað er sett í gáminn er fólk beðið að hafa samband við starfsfólk í afgreiðslu. 

Gámurinn er staðsettur á neðra plani innan girðingar hjá Funa og því aðgengilegur á meðan opið er á gámasvæðinu það er 8:00-12:00 og 13:00- 18:00 á virkum dögum og frá 12:00-16:00 á laugardögum.

DEILA