Ísafjörður: hættuleg gangbraut við Seljalandsveg

 Við Seljalandsveg á Ísafirði er að finna einu hættulegustu gangbraut landsins segir í ábendingu sem Bæjarins besta hefur borist frá íbúa á Ísafirði.

Þegar bílar koma að henni er runnagróður sem byrgir alla sýn að aðkomu gangrautarinnar.  Þegar börn koma gangandi eða hjólandi eftir gangstíg ofan af Engjavegi hafa þau enga sýn af ökutækjum sem koma akandi inn Seljalandsveginn, og stoppa því ekki alltaf á gangstéttinni áðue en þeir ana út á götuna. 

Aðkomandi bílar hafa þurft að nauðhemla, þótt hægt fari þegar slíkt gerist.

Meðfylgjandi myndir sýna aðstæður:

DEILA