Ísafjörður: fjölnotahús á Torfnesi áfram í framkvæmdaáætlun

Á fundi íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar í gær var rætt um framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2022-2032.

Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, lagði fram minnisblað  vegna tillagna til nefndarinnar um framkvæmdir.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bókuðu að þeir leggja áherslu á að inn í  framkvæmdaáætlun haldist fjölnotahús á Torfnesi, hönnun á útivistasvæði í Tunguskógi/skíðasvæði, uppbyggingasamningar við íþróttafélög og varmadæla í íþróttamiðstöð á Þingeyri.

Fulltrúar í-lista sátu hjá.

Nefndin fól starfsmanni að útfæra fjárfestingaáætlun frekar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd til samþykktar.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kemur saman í dag til fundar að nýju eftir sumarhlé.

DEILA