Ísafjörður: 7 m.kr. í viðgerð á snjótroðara

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að verja 6 m.kr. til kaupa á nýjum beltum á snjótroðara skíðasvæðis bæjarins. Ísetning og flutningskostnaður er áætlaður 1 m.kr. til viðbótar.

Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ er ekki um sama sjótroðara að ræða sem nýlega kaupa þurfti nýjan mótor í. Sá kostnaður varð 8,3 m.kr.