Ísafjarðarhafnir: hugið að bátum og skipum

Frá Ísafjarðarhöfn. Mynd. Kristinn H. Gunnarsson.

Haft var samband við Bæjarins besta frá Ísafjarðarhöfnum og beðið um að koma því að framfæri við eigendur og umráðamenn báta og skipa í höfnum sveitarfélagsins að huga að þeim þar sem afar vond spá er framundan næsta sólarhringinn.

Verst verður veðrið á Vestfjörðum um miðjan daginn á morgun samkvæmt ábendingu veðurfræðings Vegagerðarinnar.

DEILA