Ísafjarðarbær: Steinunn G. Einarsdóttir nýr bæjarfulltrúi

Steinunn G. Einarsdóttir.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum á fimmtudaginn að Steinunn G. Einarsdóttir (D) tæki sæti Sifjar Huldar Albertsdóttur í bæjarstjórninni. Sif Huld sagði af sér fyrr í sumar vegna eineltis sem hún varð fyrir. Steinunn hefur verið varabæjarfulltrúi. Hulda María Guðjónsdóttir færist upp í sæti varabæjarfulltrúa sem Steinunn gegndi áður.

Fleiri breytingar tengdust afsögn Sifjar. Guðný Stefanía Stefánsdóttir var kosin formaður og fulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í íþrótta- og tómstundanefnd og Magðalena Jónasdóttir kosinn varafulltrúi í hennar stað.

Þá varð önnur breyting hjá Sjálfstæðisflokknum í íþrótta- og tómstundanefnd. Sævar Ríkharðsson var kosinn fulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í íþrótta- og tómstundanefnd í stað Bjarna P. Jónassonar.

Loks var Steinunn Guðný Einarsdóttir kosin varafulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í starfshóp um framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Torfnesi, í stað Sifjar Huldar Albertsdóttur.

DEILA