Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að auka fjárveitingar vegna öryggishnappa um 2,3 m.kr. vegna þess að þjónustan við öryggishnappa á árinu 2021 var framlengd um tvo mánuði umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Fyrirhugað var að svokallaðri hnappavakt Slökkviliðs yrði sagt upp og henni hætt 31. janúar 2021. Vegna vandkvæða við innleiðingu hjá nýjum þjónustuaðila var ákveðið áframhald þjónustunnar í febrúar og mars 2021.
Um er að ræða hækkun á rekstrarkostnaði vegna launa og launatengdra gjalda þeirra sem sinna þjónustunni, og er hækkuninni mætt með lækkun á rekstrarafgangi og tekið af handbæru fé.