Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur afgreitt viðauka við fjárhagsáætlun upp á 11 milljónir króna vegna þriggja starfsmannamála. Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ kostaði eitt málið 8,1 milljón króna. Annað mál kostaði 2,4 m.kr og það þriðja 459.000 kr.
Bæjarins besta var neitað um frekari upplýsingar með þeim rökum að um starfsmannamál væri að ræða. Þau væru „trúnaðarmál og því ekki hægt að greina frá því hver þau eru.“
Í sundurliðun á viðaukanum kemur fram að 3,2 milljónir króna eru skaðabætur utan tryggingarsamninga, aðkeypt lögfræðiþjónusta væri 4,2 m.kr., aðkeypt sáttarmiðlunarþjónusta væri annars vegar 3,2 m.kr. og hins vegar 459.000 kr.
Sif Huld Albertsdóttir vildi ekki staðfesta fjárhæðir í sínu máli og sagði samkomulag væri um að hún segði ekki frá fjárhæðum.