Ísafjarðarbær: 2,2 mk.r í endurskoðun á hverfisráðum

Bjarráð Ísafjarðarbæjar hefur fyrir sitt leyti samþykkt 2,2 m.kr. fjárveitingu vegna endurskoðunar á fyrirkomulagi hverfisráða Ísafjarðarbæjar. Í síðasta mánuði samþykkti bæjarráð að gera samning við Róbert Róbertsson f.h. RR ráðgjafar ehf um verkið. Róbert mun halda þrjár vinnustofur og hitta bæjarfulltrúa, hverfisráðin sex og embættismenn bæjarins. Verklok verða í lok nóvember.

Styrkleikar og veikleikar núverandi fyrirkomulags hverfisráða verða greindir. Auk þess verða ógnanir og tækifæri við þátttöku og samráð við íbúa ræddar.

Viðgerð á snjótroðara 8,3 m.kr.

Þá hefur bæjarráð samþykkt 8,3 m.kr. útgjöld utan fjárhagsáætlunar vegna viðgerða á snjótroðara á skíðasvæði. Kaupa þurfti nýjan mótor og kostaði hann 6,6 m.kr. og ísetning kostaði 1,7 m.kr. samtals 8,3 m.kr.

DEILA