Hvernig nýti ég mér Loftbrú?

Ferlið er einfalt. Á þjónustu­vefnum Ísland.is auðkennir fólk sig með rafrænum skil­ríkjum eða Íslykli og þeir sem eiga rétt á Loftbrú fá yfirlit yfir réttindi sín.

Þeir sem vilja nýta afsláttinn sækja á sömu síðu sérstakan afsláttar­kóða sem notaður er á bókunar­síðum flug­félaga þegar flug í áætlunar­flugi er pantað.

Afslátturinn er reiknaður af heildar­fargjaldi, þ.e. flug­fargjaldi, flug­vallargjaldi sem og öðrum gjöldum sem flug­félög inna af hendi. Afslátturinn er 40% af heildar­fargjaldi fyrir allt að 6 flug­leggi á ári.

Flug­félög bera ábyrgð á framboði og verð­lagningu flug­fargjalda.

DEILA