Gísli Jóns, björgunarbátur frá Ísafirði er mættur í slipp hjá Stálorku. Ætlunin er meðal annars að skipta um vél.
Ekki er plássið mikið til að koma vélinni út en hún er staðsett undir stýrishúsinu segir í frétt frá Stálskipum.
„Við þurfum að saga stórt gat til að koma vélinni út. Báturinn er úr áli sem hentar okkur vel þar sem við erum með marga vel þjálfaða álsuðumenn.“
Myndir: Stálskip.