Giggarar og aukin lífsgæði

Þær miklu tæknilegu umbreytingar sem nú þegar eru farnar að hafa áhrif á daglegt líf okkar munu veita fólki á vinnumarkaði sem og atvinnurekendum ný og spennandi tækifæri. Þessi umbylting getur orðið lykill að betra og innihaldsríkara lífi.

Hinum svokölluðu giggurum fer stöðugt fjölgandi fólki sem tekur að sér verkefni í takmarkaðan tíma en hverfur svo á vit nýrra viðfangsefna; fólki sem selur vinnu sína á markaðstorgi þekkingarinnar. Eðli starfa og vinnustaða er að gjörbreytast og samband starfsfólks og vinnustaðar mun verða með allt öðrum hætti en áður.

Um þetta fjallar bók sem þær Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir dósent við HÍ og Herdís Pála Pálsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri hjá Deloitte hafa gefið út. Þar ræða þær um það hvaða áhrif breytingarnar munu hafa á vinnumarkað framtíðarinnar, giggara og aðra og hvernig best er að fóta sig í völundarhúsi tækifæranna.

DEILA