Forsætisráðherra gegn Hvalárvirkjun

Katrín Jakobsdóttir.

Kattrín Jakobsdóttir, forætisráðherra og formaður Vinstri grænna segir í viðtali á Mannlífi að hún sé andvíg Hvalárvirkjun. Hún segir að hún hafi „rosalega sterk tengsl við þetta svæði af því maðurinn minn er frá Svanshóli í Bjarnarfirði á Ströndum. Þessi virkjun hefði ekki orðið til góðs fyrir þetta einstaka svæði.”

Katrín segir að virkjunin hafi stækkað eftir að hún var samþykkt í nýtingarflokk í rammaáætlun og segist vona að hún verði ekki að veruleika.

DEILA