Flateyrarvegur: bíll fór út af veginum

Pallbíll fór út af Flateyrarvegi fyrir rúmri klukkustund og er illa farinn samkvæmt heimildum Bæjarins besta. Lögreglan er á staðnum, ekki er vitað um slys á fólki. Bíllinn var á leið til Flateyrar og fór út af upp í hlíðina skammt fyrir utan Breiðadal.

Ekki hefur náðst samband við lögregluna.