Flatadeildin: UMFB í efsta sæti eftir 6 leiki

Lið Ungmennafélags Bolungavíkur er í efsta sæti ásamt XY.exports í Flatadeildinni, sem er úrvaldsdeildin á Íslandi í tölvuleiknum League of Legends en þar keppa lið hvert við annað.

Leikið er á sunnudögum og síðasta sunnudag var spiluð þriðja umferð mótsins og að sögn Þorbergs Haraldssonar, formanns Rafíþróttadeildar UMFB, vann UMFB mjög örugga sigra í sínum tveim leikjum í umferðinni.

Á næsta sunnudag verður svo topp slagur á milli UMFB og XY.esports og verður eflaust spennandi að fylgjast með þeirri viðureign.

League of Legends eða LOL er MOBA leikur sem hannaður er og gefinn út af Riot Games fyrir Microsoft Windows, Nintendo og Mac OS X. Leikurinn er byggður á hugmyndum frá Defense of the Ancients fyrir tölvuleikinn Warcraft III: The Frozen Throne. Það er ókeypis að spila leikinn en hann er kostaður af örviðskiptum.

DEILA