Bolungavíkurhöfn: 1779 tonna afli í ágúst

Smábátar í Bolungavíkurhöfn í lok ágúst. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var landað 1779 tonnum af bolfiski í Bolungavíkurhöfn í ágústmánuði.

Strandveiðibátar lönduðu 285 tonnum og 14 tonn komu af sjóstangarveiðibátum.

Togarinn Sirrý landaði fimm í mánuðinum samtals 338 tonnum. Snurvoðabátar voru nærri 10, þar af um helmingur frá Snæfellsnesi, og lönduðu þeir um 800 tonnum.

Þorlákur ÍS var með 229 tonn, Ásdís ÍS 183 tonn og Finnbjörn ÍS 84 ronn. Af Snæfellingunum var Bárður SH aflahæstur með 98 tonn, þá Særif SH með 79 tonn og Saxhamar SH með 36 tonn.

Línubátarnir þrír voru með um 375 tonn. Fríða Dagmar ÍS landa’i 193 tonnum eftir 10 róðra og Jónína Brynja ÍS var með 162 tonn, einnig eftir 10 róðra. Otur II landaði 15tonnum.

DEILA