Bolafjall: pallurinn klárast í dag

Verið er að leggja gólfgrindur á útsýnispallinn á Bolafjalli og klárast verkið í dag að sögn Jóns Páls Hreinssonar, bæjarstjóra í Bolungavík. Byggingarleyfið kom fyrir nokkru og er ekkert í veginum fyrir því að ljúka verkinu.

Jón Páll segir að næstu daga verði unnið að öryggisúttekt og ganga frá svæðinu. Að því búnu verður opnað fyrir umferð á pallinn. Það er ekki alveg ljóst hvenær það verður en einhvern næstu daga.

Myndir: Gunnlaugur Helgason.

DEILA