Ávarp undan sænginni

Komin er út ný söngplata með tíu lögum sem Tómas R. Einarsson hefur gert við kvæði ýmissa skálda og ber platan nafnið „Ávarp undan sænginni“.

Á plötunni syngur Ragnhildur Gísladóttir öll lögin en hljóðfæraleikarar eru auk bassaleikarans Tómasar, Ómar Guðjónsson á gítar, Davíð Þór Jónsson á píanó og hammondorgel og Magnús Trygvason Elíassen á trommur og slagverk.

Hljómsveitin heldur tónleika í Edinborgarhúsinu, Ísafirði 9. september kl. 20:30 en tvennir útgáfutónleikar voru á Jazzhátíð Reykjavíkur 3. september í Hörpu.