Á endasprettinum

Kæri kjósandi

Ég hef undanfarið kjörtímabil setið á Alþingi og barist fyrir hagsmunum NV kjördæmis. Nýlegar kannanir sýna að það vantar örlítið upp á að ég nái inn sem kjördæmakjörinn þingmaður fyrir næsta kjörtímabil. Á liðnu kjörtímabili höfum við sýnt að stöðuleiki og samvinna er mikilvæg til að vinna að góðum málum þrátt fyrir ágjöf á undanförnu kjörtímabili. Þannig vinnur Framsókn og þannig viljum við vinna áfram. Við höfum og viljum áfram standa vörð um byggðirnar í þessu landi, Ísland má ekki verða borgríki.

Mínar áherslur eru:

  • Áframhaldandi samgöngubætur
  • Yfirfærum kerfisbreytingar í þjónustu barna á fleiri hópa
  • Áframhaldandi uppbygging í húsnæðismálum á landsbyggðinni
  • Jöfnun raforkukostnaðar í dreifbýli
  • Byggjum upp fiskeldi með samfélagslegri ábyrgð
  • Vestfirðingar þurfa að eiga talsmann á Alþingi

Er þá ekki best að setja X við B á morgun og tryggja Vestfirðing inn á þing?

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður og í 3ja sæti Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

DEILA