Hagnaður upp á 31 m.kr. varð af rekstri Fasteignafélags Vesturbyggðar á síðasta ári. Tekjur urðu 62 m.k , þar af eru bókfærður söluhagnaður eigna 44 m.kr. Að frátöldum söluhagnaðinum var 13 m.kr. tap. Helsti tekjustofninn er húsaleiga 18,5 m.kr. Bæjarsjóður þurfti ekki að leggja félaginu til fé en árið 2019 var framlag Vesturbyggðar 10 m.kr.
Eignir fasteignafélagsins eru íbúðir í eigu sveitarfélagsins. Á síðasta ári voru seldar eignir fyrir 70 m.kr. Hagnaður af þeirri sölu varð 44 m.kr. sem stendur undir jákvæðri afkomu félagsins. Eftir standa eignir sem bókfærðar eru á 76 m.kr. og hvíla á þeim 126 m.kr. skuldir.
Andvirði seldra íbúða var varið til þess að lækka skuldir um 40 m.kr. og greiða 25 m.kr. til bæjarsjóðs.
Hlutafé Fasteignafélagsins eru 100 m.kr. og eiginfjárstaðan er neikvæð um 72 m.kr.